Lúxus demantahúðslípun og C vítamín meðferð
27.900 kr.
Húðslípun er mjög áhrifarík og örugg húðmeðferð sem hreinsar vel óhreinindi úr ysta lagi húðar og gerir áferð hennar fallegri og sléttari. Meðferðin dregur úr öllum þáttum sem hafa áhrif á öldrun húðar. Þú finnur aukið jafnvægi á raka- og fituframleiðslu, færð aukinn ljóma og húðfrumur verða virkari. Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að ysta lag húðarinnar er fjarlægt með notkun örsmárra kristalla og demanta. Frábær meðferð fyrir alla. Meðferðin bætir strax áferð og vinnur gegn öldrun húðarinnar. Á meðan á meðferð stendur verða stöðugar framfarir og er sjáanlegur munur eftir hvert skipti. Húðslípun er árangursrík meðferð sem hentar öllum aldri og húðtegundum.
Umsagnir (0)
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.