Augnháralengingar
Augnháralengingar eru orðnar mjög vinsælar í dag og verða bara vinsælli með tímanum.
Um augmháralengingar.
Til eru margar mismunandi lengdir og þykktir af hárum og það er alls ekki nein ákveðin lengd sem fólk þarf að fá sér, það er allt valið út frá einstaklingnum sem kemur í lenginguna, hvað hann vill og hvernig útlit viðkomandi vill ná fram í lengd og þykkt.
Hér sjást mismunandi lengdir, sveigjur & þykktir.
Hvernig eru hárin límd á?
- Sú aðferð sem ég notast við er 1:1 individual lashes eða stök hár. Þá er eitt silki augnhár límt á eitt náttúrlegt hár eins nálægt rót og hægt er án þess að það snerti húðina. Þannig að með því að líma eitt silki hár á þitt náttúrulega hár lengist það og þykkist. Ef um þykkingu era ð ræða þá eru sett nokkur létt hár á eitt og eitt hár til að ná fram þykktinni (volume)
Hvað þarf að koma oft í lagfærinu
Lagfæra þarf lenginguna á 2-5 vikna fresti. Hárvöxtur getur verið misjafn hjá hverjum og einum og þess vegna er mjög misjafnt hvenær þarf að lagfæra. Mjög hraður hárvöxtur hefur td. mikil áhrif á endingartíma augnhárlengingunnar. Þau sem vaxa hraðar endurnýja sig hraðar og þess vegna þyrfti viðkomandi að koma oftar í lagfæringu heldur en sá sem er mjög mjög hægan hárvöxt.
Hvað er gert í lagfæringu?
- Þá er fyllt inn í þar sem lengingin hefur dottið/vaxið af. Einungis eru hár fjarlægð ef þau eru orðin of löng eða alveg að fara að detta af. Ekki er öll lengingin tekin af og sett ný (nema viðkomandi bóki sérstaklega í þannig meðferð og greiði þá fyrir nýja lengingu).
- Lagfæring getur tekið allt frá 30mín upp í 1,5klst. Það fer allt eftir hversu langt er liðið frá ásetningu og hvernig viðkomandi hefur sinnt heimameðhöndlun.
- Er óþægilegt að fara í augnháralengingu?
Alls ekki, flestir sofna á meðan.
Fer þetta illa með eigin augnhár?
- Þetta er líklega algengasta spurningin og svarið er mjög einfalt: Nei þetta fer ekki illa með þín eigin augnhár ef lengingin er fyrst og fremst rétt & vel gerð og í öðru lagi þegar réttri heimameðhöndlun er fylgt eftir.
Hvernig get ég tekið lenginguna af?
- Leita þarf til fagmanns sem fjarlægir lenginguna með sérstökum límleysi sem er að sjálfsögðu gert á ákveðinn hátt.
Það sem má EKKI gera þegar þú ert með augnháralengingar:
- Ekki nota maskara.
- Ekki nota augnhárabrettara.
- Ekki bleyta augnhárin í 24 tíma eftir ásetningu eða lagfæringu.
- Ekki nudda augun eða kroppa lenginguna.
- Ekki sofa á maganum.
- Alls ekki líma gerviaugnhár yfir lengingar!
Það sem má gera þegar þú ert með augnhárlengingar:
- Mátt nota farða.
- Mátt þvo þér um augun!
- Mátt fara í sund, en mæli með sundgleraugum ef þú ætlar að synda.
- Greiða í gegnum augnhárin á hverjum degi er mjög mikilvægt atriði.
- Mátt fara í ræktina og gera allt sem þú gerir venjulega (nema það sem stendur í dálkinum hér að ofan).
Hreinlæti
Það er algengur misskilningur að ekki megi hreinlega snerta augnhárin og það megi alls ekki koma við augun og það megi ekki fara vatn á lenginguna. Ekki er ráðlagt að nota bómul til að hreinsa augnhárin því bómullinn festist auðveldlega í lengingunni.
Hverjir eru kostir þess að hafa augnháralengingar?
- Sparar tíma á morgnana fyrir þær sem eru vanar að eyða miklum tíma í að setja á sig maskara.
- Þín eigin augnhár virka þéttari og lengri.
- Hentar vel þeim sem eru ofnæmisgjarnar fyrir snyrtivörum og tárast mikið.
Mjög margir sem geta ekki sett á sig maskara fá sér lengingar.
Alls ekki, flestir sofna á meðan.