Trimform
Frábær leið fyrir þá sem vilja ná árangri eða dýpri þjálfun á stuttum tíma.
Trimform tækin eru þróuð í hæsta gæðaflokki. Þau uppfylla viðurkennda staðla sem lækningatæki, ISO 9001, BSEN, BVQI og eru t.d. notuð á sjúkrahúsum í til endurhæfingar.
Flestum finnst þetta róandi og tilfinningin eins og að vera í einhverskonar nuddi, engin óþægindi. Mörgum finnst ótrúlegt að svona þægileg reynsla geti gert þeim svona gott.
Til að ná hámarksárangri þarf að mæta 3-5 sinnum í viku í vissan tíma og síðan 1-2 sinnum í mánuði til að viðhalda þeim árangri sem hefur náðst.
Trimform er ætlað bæði konum og körlum – þó eru mismunandi meðferðir fyrir hvort kynið. Við bjóðum upp á meðferðir fyrir líkama og andlit, hvort sem það er mótun, styrking, grenning eða lyfting.
Líkamsmeðferð býður upp á grenningu, mótun, styrkingu, hreinsun, íþróttaþjálfun, endurhæfingu og blandaðar meðferðir:
Grenning og þyngdartap: Meðferð sem örvar efnaskipti og brennir umframfitu á meðan hún endurmótar líkamann, stinnir lausa og slappa húð, mótar vöðva og losar líkamann við eiturefni.
Burt með appelsínuhúð (Anti Cellulite): Ákveðin röðun boða brýtur niður harða og mjúka appelsínuhúð, losar hana út um blóðrásar og sogæðakerfið og setur hana um leið í það form að vöðvarnir geti nýtt hana sem orku.
Svuntuaðgerð án skurðaðgerðar: Þessi meðferð minnkar fitu og byggir upp vöðva á þeim svæðum þar sem fita hefur safnast fyrir og erfitt er að vinna bug á. Hentar sérstaklega vel fyrir „svuntu“ svæðið.
Grenning eftir barnsburð: Minnkar fitu, grennir og mótar líkamann eftir barnsburð. Áherslusvæði eru magi, rass og læri. Líða þurfa 6 vikur frá barnsburði þar til hefja má meðferð (3 mánuðir eftir keisara).
Mótun
Almenn líkamsmótun (Workout): Þétt og góð raðbundin örvunin byggir hratt upp vöðva, bætir lögun þeirra, eykur hreysti og styrk og býr þannig til lögulegri og heilbrigðari líkama.
Mótun djúpvöðva (Deep Muscle Tone): Meðferðin nær til vöðva sem venjulega er ekki hægt að ná til með hefðbundinni líkamsrækt. Með því að ná í sömu meðferðinni til slíks fjölda líkamsmótandi djúpvöðva, er árangur af mótun bæði betri og gerist á mun skemmri tíma en áður.
Húðstrekking og mótun (Skin Lift and Tone): Örvar markvisst húðlögin til að endurheimta fyrri teygjanleika húðarinnar. Hvetur til elastin og collagen framleiðslu húðarinnar sem aftur stuðlar að heilbrigðri, þéttri og áferðarfallegri húð. Hentar vel fyrir þá sem hafa t.d. tekið af sér mörg kíló en eiga í vandræðum með að láta húðina fylgja með.
Brjóstalyfting án skurðaðgerðar (Bust Lift): Sérhönnuð röðun rafbylgjanna mótar, lyftir og styrkir brjóstvöðvana. Meðferðin vinnur að yngingu húðarinnar í kringum brjóstin og ýtir undir fallega og vel mótaða áferð þeirra ásamt því að gera skoruna aðlaðandi. Unnið er með brjóstasvæðið, efri part baks (vinnur gegn fellingum undir herðablöðum og höndum) og upphandleggi. Algengt er að konur taki andlitslyftingu samhliða þessari meðferð.
Mótun eftir barnsburð: Lyftir, þéttir, mótar og styrkir magavöðva og mjaðmasvæði eftir barnsburð. Líða þurfa 6 vikur frá barnsburði þar til hefja má meðferð (3 mánuðir eftir keisara).
Mótun mjaðmasvæðis: Styrkir, þéttir og yngir upp vöðvana í mjöðmum og mjaðmagrind (t.d. grindarbotn, sem vinnur gegn þvagleka). Endurheimtir teygjanleika og styrkir mikilvæg líffæri hjá bæði þroskuðu fólki og þeim sem eru í mikilli kyrrsetu.
Útgeislun og yfirbragð (Posture): Mótar og styrkir vöðvana sem stýra stöðu líkamans (axlir, bak, magi og rass). Styrkir jafnvægi og limaburð auk þess að losa um streitu og gefa unglegra og þokkafyllra yfirbragð.
Detox hreinsunarmeðferðir
Sogæðakerfið hreinsað og örvað (Lymphatic Drainage): Vöðvarnir umhverfis sogæðapunktana eru örvaðir. Það hvetur til góðrar losunar gegnum sogæðakerfið en það er það kerfi líkamans sem skolar út eiturefnum og dregur úr vökvasöfnun, sem oft á sér stað m.a. um ökkla- og kviðsvæðið. Nauðsynlegt er að vera nálægt salerni eftir að þessi meðferð er tekin því þeim ferðum fjölgar til muna fyrst á eftir.
Afeitrun og hreinsun blóðrásakerfis (Detox and Circulation): Hjálpar líkamanum að afeitra, flytja á brott úrgang og hvetja til aukinnar súrefnisupptöku og skilvirkara blóðflæðis. Kjörið til að byrja á eftir kyrrsetutímabil, lélegt mataræði, óhóflegt magn áfengis eða svefnlausar nætur.
Húðin endurvakin (Dermal Rejuvenation): Blæs nýju lífi í húðvefi sem hafa orðið fyrir skemmdum, m.a. slit eftir þyngdaraukningu eða barnsburð, eftir bruna t.d. af völdum sólarljóss eða vegna öldrunar.
Nudd (Massage): Meðferðin samanstendur af djúpum, grunnum og meðalgrunnum strokum í gegnum slakandi bylgjur sem raðað er upp þannig að tilfinningin er eins og að einhver sé með hendurnar á líkamanum að nudda. Í þessum tíma er sogæðakerfið örvað og felst endurnæringin í því að losa um spennu, streitu, verki og þreytu.
Burt með streituna (Anti Stress): Framleiðsla endorfíns er örvuð með því að blanda saman tíðum púlsum og örbylgjum sérstaklega hönnuðum fyrir þessa meðferð. Sefar og róar líkamann og gefur endurnærandi og spennulosandi upplifun.