Casmara Ávaxtasýrumeðferð
Ávaxtasýrur eru frábærar fyrir húðina, sama hvaða vandamál þarf að takast við. Ávaxtasýrur vinna á efsta húðlaginu. Þær hjálpa til við að bæta alla starfsemi húðarinnar. Aðalvirkni ávaxtasýra er að sýrurnar fjarlæga dauðar húðfrumur og örva endurnýjun húðarinnar. Virkni þeirra vinnur þannig að því að jafna áferð húðarinnar og húðlit, hreinsa húðina og draga úr fínum línum og sólarblettum. Ávaxtasýrur virka á ör, bólur, opinni húð, litamismun, dauft litarhaft, eykur kollagen og raka. Ávaxtasýrur hafa einnig stinnandi áhrif og dregur úr öldrunareinkennum. Húðin verður þéttarin, vinna á fínum línum og hrukkum.
Ávaxtasýrumeðferð er örugg og áhrifarík meðferð, Húðin verður sjáanlega yngri, ferskari og stinnari.
Þessi meðferð hentar flestum húðgerðum. Styrkleiki sýru er valinn eftir húðgerð.
Árangurinn er jafnara og sléttara yfirbragð, minna áberandi svitaholur, jafnari fituframleiðsla, aukinn raki og hreinni húð. Ein meðferð örvar starfsemi húðarinnar, en bestur árangur næst með 4–6 skiptum eftir því hver húðgerðin er.
Eftir meðferð getur verið roði í húðinni í nokkra daga. Pirringur og þurrkur getur gert vart við sig og einnig getur húðin byrjað að flagna. Í sumum tilfellum getur orðið nokkur bólga en það fer eftir styrk sýru sem er notuð hverju sinni. Þessi einkenni minnka yfirleitt eftir því sem meðferðarskiptum fjölgar.
Ekki er ráðlagt að nota farða eða gróf kornakrem nokkra daga eftir meðferðina vegna þess hve húðin er opin viðkvæm. Einnig skal varast sól í nokkra daga þar sem húðin er ljósnæmari á meðan meðferð stendur.
Sleppa sundi í 1-3 daga, fer eftir styrk meðferðar og húðgerð. Sleppa einnig líkamsrækt í 1-3 daga, fer eftir styrk meðferðar og húðgerð.