Tannhvíttun
Tannhvíttun með laser tækni sem er þróað af canadískum tannlækni sem sérhæfir sig í tannhreinsun og hvíttun.
Hvítari tennur – Ekkert tannkul eða önnur óþægindi
Hentar jafnt dömum sem herrum. Aldurstakmark 18 ára
Um meðferðina:
- Laser meðferðin er sársaukalaus og tekur aðeins 60 mínútur.
- Þú sérð strax mun eftir meðferðina sem hvíttar tennurnar þínar allt frá 4 upp í 8 birtustig.
- Meðferðin dugar yfirleitt í 9-12 mánuði
- Eingöngu eru notuð viðurkennd náttúruleg efni.
- Lampinn og efnið sem notað er hafa hvoru tveggja viðurkenningu frá ESB og innihalda því engin skaðleg efni.
Langflestir eiga að geta komið í hvíttun. Ef þú ert í einhverjum vafa þá ráðleggjum við þér að hafa samband við tannlækninn þinn og fá álit hans.
Ekki er ráðlagt að fara í tannhvíttun ef þú ert á þessum lista:
- Fólk með tannholdsbólgu þ.m.t. gingivitis eða góma í slæmu ástandi
- Fólk með tannholdsbólgu þ.m.t. gingivitis eða góma í slæmu ástandi
- Fólk með tennur sem farnar eru að halla eða eru með sjáanlega rót
- Fólk með opnar tannskemmdir
- Fólk með silfurfyllingar í eða nálægt fremri tönnum
- Fólk undir 18 ára aldri
- Fólk með lélegan glerung eða kalkskort vegna óhóflegrar flúornotkunar
- Barnshafandi konur og konur með börn á brjósti
Eftirmeðferð:
Það má ekki borða neitt 4 tímum eftir meðferðina en það er í lagi að drekka vatn.
Eftir 4 tíma er óhætt að borða en eingöngu ljóst fæði og ljósa drykki út meðferðar daginn.
Eftir 4 tíma er óhætt að borða en eingöngu ljóst fæði og ljósa drykki út meðferðar daginn.