Örlitameðferð frá Nouveau Contour

Örlitameðferð (varanleg förðun, Permanent Make-Up) er byltingarkennd meðferð þar sem litir eru settir inn undir yfirborð húðar til að skerpa línur andlits. Þessi meðferð hefur verið notuð af mörgum þekktustu módelum, leikurum og skemmtikröftum heims til þess að bæta útlit þeirra. Fagurfræðilegt gildi, tímasparnaður og minni peningaeyðsla er ástæða þess að varanleg förðun er oft kölluð „förðun framtíðarinnar“.

Örlitameðferð felur oftast í sér ísetningu lita á augabrúnir, augnlínu og varir. Með þessari sérstöku tækni og aðferð er þó einnig hægt að hylja ör, lagfæra eða gera nýja vörtubauga og lagfæra ör vegna skarðs í vör (medical örlitameðferð).

Við einblínum á mjúkt og náttúrulegt útlit okkar örlitameðferða og gerum okkar besta til að mæta þörfum viðskiptavina okkar.

Örlitameðferð frá Nouveau Contour

Fyrir hverja er meðferðin?

 

Konur jafnt sem menn
 – frábær lausn fyrir þá sem vilja alltaf líta sem allra best út.

 

Íþróttafólk
– frábær lausn fyrir þá sem stunda mikið íþróttir og ræktina.

Einstaklinga með ofnæmi eða viðkvæma húð
– frábær lausn fyrir þá sem ekki geta notað hefðbundnar förðunarvörur.

Einstaklinga með sjón- eða augnvandamál
– frábær lausn fyrir þá sem sjá illa eða þola illa förðunarvörur sem ætlaðar eru fyrir augu.

Einstaklinga með líkamlega fötlun
– frábær lausn fyrir þá sem t.d. glíma við liðagigt, parkinsonsveiki, MS, lömun eða óstöðugleika í höndum og geta því illa farðað sig sjálfir.

Einstaklinga sem þurfa lyfjameðferð vegna krabbameins
– 
frábær lausn fyrir þá sem misst hafa augabrúnir og augnhár sökum lyfjameðferðar. Mælt er með komu til sérfræðings áður en hárin detta af, því þá er öruggt að þau vaxi aftur í augabrúnalínuna sem gerð er og útkoman verður sem náttúrulegust.

 

 

 

 

Spurningar og svör

Hvernig lít ég út strax eftir örlitameðferðina?
Eftir örlitameðferðina munt þú líta mjög vel út. Við hjálpum þér að velja rétta litinn sem passar við þína húð og háralit. Við hönnum meðferðina sérstaklega út frá  þínu andlitsformi og persónulegum stíl þannig að þetta sé allt sem eðlilegast og náttúrulegast. Fyrstu vikuna mun liturinn vera dekkstur og skarpastur, eftir 6-10 daga myndast hrúður á meðferðarsvæðinu og mun þá liturinn dofna um 40 til 50%. Allir viðskiptavinir fá góðar upplýsingar um meðhöndlun svæðisins eftir meðferðina sem þarf að passa vel að fara eftir svo árangurinn verði sem allra bestur.

Hvernig fer meðferðin fram?
Fyrst þarf að greina andlitslag þitt og finna út hvað það er sem þarf að laga eða skerpa á. Síðan veljum við liti sem passa þinni húð og þínum háralit. Förðunarblýantur er svo notaður til að búa til form sem gerir þér kleift að sjá hvernig útkoman gæti orðið. Þegar þú ert orðin ánægð með formið byrjum við á meðferðinni sem tekur venjulega um 1 ½ – 2 klst.  Hver meðferð inniheldur tvær komur, með sex vikna millibili.

Er þetta sárt?
Sérstök deyfikrem hafa verið hönnuð fyrir örlitameðferðir. Deyfikrem er borið á meðferðarsvæðið áður en meðferðin hefst og einnig á meðan á meðferðinni stendur til að tryggja sem minnsta mögulega sársauka. Sársaukaþröskuldur fólks er mismunandi en það er algengt að heyra frá viðskiptavinum að meðferðin hafi ekki verið eins sársaukafull og í fyrstu var haldið.

Hver er batatíminn?
Eftir meðferðina munt þú fara í gegnum 3 gróandastig:  gróandi, flögnun og dofnun lita. Liturinn sem valinn er verður mjög dökkur fyrstu 10 dagana en mun svo lýsast um ca. 40-60% þegar hrúðrið sem myndaðist á meðferðarsvæðinu dettur af.

Er þetta öruggt?
Já. Við fylgjum ströngum hreinlætis- og öryggisstöðlum með því að nota eingöngu einnota nálar og búnað. Einnig notum við ofnæmisprófaða litir sem innihalda engin lyktarefni eða önnur ertandi efni.

Hversu lengi mun þetta endast?
Örlitameðferð dofnar með tímanum. Við mælum með því að fríska uppá meðferðina á 1 til 2 ára fresti. Því dekkri sem liturinn er, því lengur endist hann. Ljósari litir eru viðkvæmari og veikari fyrir áhrifum til dæmis sundferða, sólar og endurnýjunnar húðar.

Get ég farið í vinnuna strax eftir meðferð?
Já. Förðunin verður dekkri fyrst eftir meðferðina en það þýðir ekki að þú þurfir að taka frí frá vinnu. Margir velja að fara í meðferðina á föstudegi til þess að hafa helgina til að jafna sig. Augnlína og full varalitun geta valdið bólgu í húð í ca. 2-5 daga eftir meðferð.

Get ég notað hefðbundnar förðunarvörur eftir meðferðina?
Þú mátt ekki nota förðunarvörur á meðferðarsvæðin í ca. 10 daga eftir meðferð. Það er mjög mikilvægt að halda svæðinu hreinu fyrst á eftir.

Get ég fengið örlitameðferðina ódýrari?
Eflaust getur þú það, en það sparar tíma, pening og óþægindi ef örlitameðferð er vel og faglega framkvæmd í fyrsta skiptið. Kostnaðurinn við meðferðirnar okkar endurspeglar reynslu og hæfileika okkar sérfræðinga. Mundu að um er að ræða örlitameðferð í andliti, veldu því vel, því líkt og með aðra þjónustu, þá færðu það sem þú borgar fyrir.

Hvernig vel ég réttan sérfræðing?
Mikilvægustu þættirnir eru reynsla og hæfni sérfræðingsins. Listrænir hæfileikar vega einnig þungt. Kynntu þér sérfræðinginn þinn sem allra best og fáðu viðtal áður en þú bókar þig. Hann á fljótt að geta greint þarfir þínar og mælt með hönnun á meðferð út frá þjálfun sinni. Passaðu að hefja aldrei örlitameðferð án þess að fá að sjá mögulega útkomu. Annað gott ráð er að horfa í kringum sig á vinnustað viðkomandi sérfræðings. Metnaðarfullur og fyrsta flokks sérfræðingur fjárfestir í starfsemi sinni og notar nýjasta og besta búnaðinn til að fá sem bestu niðurstöðuna fyrir viðskiptavini sína.

 

Varir: Varalína / Varaskygging / Varafylling
Með aldrinum þynnaxast varirnar og tapa lit sínum og fyllingu sem gerir það að verkum að varalínan verður óskýrari. Með örlitameðferð er hægt að endurhanna varir sem misst hafa lögun sína og hægt er að gera ásýnd þeirra mun fallegri og þrýstnari. Valinn er litur sem er sem líkastur náttúrulegum lit varanna. Varalína, – skygging og -litun eru hin fullkomna lausn til að endurforma ójafnar og óljósar varir.
Hver meðferð tekur um 1 ½ – 2 klst. og inniheldur tvær komur, með sex vikna millibili.

Augu: Augnlína /  Þétting augnhára / Þunnar og breiðar línur / Augnskuggi
Meðferðin felur í sér að dökk lína er gerð á augnlokið meðfram augnháralínunni. Byrjað er á því að setja lit á milli augnháranna, síðan er liturinn byggður upp frá enda augans að augnkrók. Valin sá litur og sú gerð og þykkt augnlínu sem hentar best augnumgjörð viðskiptavinarins. Hver meðferð tekur um 1 ½ – 2 klst. og inniheldur tvær komur, með sex vikna millibili.

Augabrúnir: Hairstroke / Soft Tab / Microblade / Hybrid Pigmentation / Powder Brows
Augabrúnameðferð tekur um 1 ½ – 2 klst. og inniheldur tvær komur, með sex vikna millibili. Fyrst er andlitslag þitt greint, síðan veljum við liti sem passa þinni húð og háralit. Förðunarblýantur er svo notaður til að búa til form sem gerir þér kleift að sjá hvernig útkoma brúnanna gæti orðið. Þegar þú ert orðin ánægð með formið er byrjað á meðferðinni, hvert hár er gert með löngum og stuttum strokum, fylgjandi formi þinna náttúrulegu augabrúna. Hönnun brúna þinna verður einstök, og er hún framkvæmd án þess að nota tilbúin form eða önnur hjálpartæki. Við gerum því aldrei sömu hönnun tvisvar.  Það er hægt að vinna augabrúnir með mismunandi tækni sem gefur mismunandi útkomu.

 

Hairstroke
Með hairstroke tækninni er hægt að ná fram mjög eðlilegu og náttúrulegu útliti brúnanna. Þessi tækni er nokkuð frábrugðin öðrum aðferðum. Litlar hárstrokur er teiknaðar inn í augabrúnasvæðið, og þær fylgja náttúrulegu hárvaxtarmunstri hvers og eins til þess að líkja eftir útliti augabrúna. Niðurstaðan er náttúrulegar og eðlilegar augabrúnir í stað þeirra sem þekkjast sem „stimplaðar” augabrúnir.

Hairstroke tæknin er gerð með Nouveau Contour, háþróuðum örlitameðferðarbúnaði. Sérstökum litum er mjúklega stungið inn undir húðina með mikilli nákvæmni og þannig búin til „einstök hár“. Hin hefðbundna leið sem flestir þekkja við að setja lit inn undir húðina inniheldur grófari nálar og aðrar tegundir af meðferðarbúnaði, útkoman verður grófar niðurstöður sem er tilvalið í hefðbundin líkamshúðflúr. Þetta er hins vegar ekki góður kostur fyrir viðkvæmt svæði eins og andlitið.

Soft Tab
Nálarnar eru settar mjúklega á yfirborð húðarinnar og þrýst örlítið fram og rúllað uppá við frá fremstu nálinni að öftustu nálinni og lyft þannig upp af húðinni þegar liturinn hefur verið settur niður í húðlagið. SofTap® nálarnar eru hannaðar til að veita hámarks spennu, mýkt og sveigjanleika, þannig næst að hámarka litinn sem fer í húðina með hverju „tappi“.

Microblade
Microblade er líka hairstroke tækni, en verkfærið er annað. Munurinn fellst aðallega í því að þú færð náttúrulegri og fínni strokur (hár) með Microblade tækninni. Tæknin er önnur, sem og dýptin og oft eru notaðir aðrir litir.

Hybrid Pigmentation
Það besta með báðum tækni aðferðunum Microblade handstykki og örlitameðferð þar sem notaður er fullkominn tækjabúnaður. Fínleg „einstök hár“ og mjúkur skuggi sem myndar fyllingu og eðlilega útkomu.

Powder Brows
Útkoma Powder Brows tækninnar er lík mjúkum augnskugga í botni brúna. Líkt og væri powder í brúnunum. Hér eru notaðir mismunandi litir og mismunandi þynntir litir, eftir því hvar í brúninni er verið að vinna.

 

 

Nouveau Contour

Við vinnum með heimsþekktar vörur og tækjabúnað frá Nouveau Contour, en það er leiðandi vörumerki á sviðið varanlegrar förðunar og kemur frá hollenska fyrirtækinu NC Group. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Hollandi en síðan 2009 hefur fyrirtækið einnig verið með leyfi í Bandaríkjunum og hefur stofnað þar bæði útibú og skóla í Orlando, Flórída.

Litir, nálar og tæki eru gæðavottuð frá hollenskum yfirvöldum og hafa verið í fararbroddi á heimsvísu á sviði varanlegrar förðunar. Litaúrvalið er einstakt hvort heldur sem er fyrir brúnir, augnlínur eða varir.

Boðið er upp á 22 liti fyrir augabrúnir, 12 fyrir augnlínur og 25 fyrir varir.

Hafa samband

Vinsamlega sendu okkur skilaboð hér

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0