Dermapen, Micro Needling

Grynnkar á fínum línum og hrukkum, vinnur burtu ör, gefur húðinni fallegan blæ ásamt því að auka kollagenframleiðslu.

 

 

Dermapen

Byltingarkennd meðferð sem gerir ysta lag húðar fallegra

·     Örvar kollagenframleiðslu húðar ,

·     Dregur úr línum og hrukkum,

·     Vinnur á húðsliti og örum,

·     Vinnur burt ör eftir bólur

Dermapen, Micro Needling

Dermapen (e. microneedling) meðferð er byltingarkennd húðmeðferð sem eingöngu er hægt að framkvæma á stofu.

Dermapen meðferðin sem Húðfegrun býður upp á er sú öflugasta sem býðst á Íslandi. Um er að ræða nýjustu tækni á sviði húðmeðferða án skurðaðgerða.

Dermapen er meðferð sem vinnur á undirlagi húðarinnar, og örvar þar framleiðslu kollagens og elastínþráða. Strax eftir meðferð hefst kollagenuppbygging húðarinnar og er einstaklingurinn að sjá meiri árangur með hverjum degi frá meðferð. Meðferðin þéttir og styrkir húðina og gefur henni fallegan blæ, auk þess að grynnka hrukkur og fínar
línur.
Meðferðin er framkvæmd með þeim hætti að serum sem inniheldur náttúrulegar fjölsykrur er borið á húðina. Í kjölfarið er farið yfir ysta lag hennar með nálum dermapen pennans sem ýtir efninu niður í undirlag húðarinnar. Breytilegum styrkleika er beitt eftir því hversu djúpt er verið að vinna á undirlagi húðarinnar.

Þegar unnið er á örum í húð er farið með nálarnar djúpt í undirlag húðarinnar til að brjóta niður ónýtu húðina þar sem örið er staðsett og byggja upp nýja heilbrigða húð.

Ef tilgangurinn er einunigs að þétta og styrkja húðina og örva kollagenframleiðslu hennar er hægt að beita minni styrkleika.

Fjöldi meðferða: Mælt er með að teknar séu fjórar til sex meðferðir til að ná sem bestum árangri. Framkvæma má meðferð með 2-4 vikna millibili, eftir því hversu djúpt er unnið með nálunum á undirlagi húðarinnar.
Meðferðin hentar öllum húðgerðum og einstaklingum á öllum aldri. Til að draga úr óþægindum í meðferð er mælt með að bera deyfikrem á húð um klukkustund fyrir meðferð.

Eftir að meðferð er framkvæmd myndast roði og bólga sem geta varað í tvo til þrjá daga og upp í viku, fer eftir styrkleika meðferðar og húðgerð. Í sumum tilfellum getur myndast mar eftir meðferð. Fyrstu þrjá daga eftir meðferð er nauðsynlegt að gefa húðinni góðan raka.

Eftir meðferð þarf að

  • Bera græðandi krem á svæðið tvisvar á dag í eina viku.
  • Forðast sól og ljósabekki í a.m.k. viku.
  • Sleppa sundi í einn til tvo daga.
  • Sleppa líkamsrækt samdægurs
  • Nota a.m.k. SPF 30 sólarvörn í allavega eina viku.

Hafa samband

Vinsamlega sendu okkur skilaboð hér

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0