Sogæðanudd

Heilbrigður líkami er háður stöðugri losun úrgangs- og eiturefna, frumuleifa, baktería o.s.frv.

Sogæðanudd örvar þessa starfsemi og hraðar þannig hreinsun úrgangsefna úr líkamanum og vinnur gegn óæskilegri vökvasöfnun.

Sogæðanudd er einkar notalegt og felur í sér góða slökun. Það fer fram í þar til gerðum stígvélum sem fyllast af lofti og líkja eftir spennu og slökun vöðva og örva þannig bæði sogæðakerfið og blóðrásina.

 

Gagnsemi sogæðanudds:

-minnkar uppsöfnun vökva í líkamanum

-styrkir ónæmiskerfið

-veitir slökun og bætir svefn

-minnkar appelsínuhúð

-losar uppsöfnun eiturefna í líkamanum

-hreinsar mjólkursýru úr vöðvum

-minkar ummál

-örvar blóðrásina

– minnkar bólgur og afeitrar líkamann

– hjálpar við endurnýjun á vefum og frumum.

– sérhæfð nudd meðferð sem örvar og ýtir undir framleiðslu á sogæða-vökva og víkkun sogæða.

Sogæðanudd

Brjóstagjöf

Að gefa barni brjóst er ein besta leiðin fyrir barnið að fá allt sem það þarf. Brjósta mjólkin er full af vítamínum og mótefnum sem eru mikilvæg fyrir barnið. En margar konur eiga erfitt með að gefa brjóst, aðalástæðan er að það er eftir að fá barnið til að hengja sig á. Þetta vandamál getur leitt til þess að mjólkur kirtlarnir stíflast, brjóstið verður viðkæmt og það bólgnar. Þrátt fyrir að þetta getur lagast með tímanum ákveða margar konur að hætta að gefa brjóst. Lymphatic Drainage er nudd til að losa sogæða-vökva sem getur hjálpað við að minnka bólgur og stíflaða mjólkurkirtla. Þegar þetta tvennt er lagað minnkar sársaukinn í brjóstunum og getur leitt að auðveldari brjóstagjöf.

Betra ofnæmiskerfi

Ofnæmiskefið er nátengt sogæðakerfinu. Ef flæði í sogæðunum verður hægari, veikist ofnæmiskerfið. Á Heimasíðunni MassageTherapy.com er tekið fram að nudd til að losa sogæða-vökva getur ýtt undir virkni ofnæmiskefisins og getur fjölgað mótefnum í líkamanum. Nuddið getur einnig minnkað bólgur í líkamanum sem valda sjúkdómum eins og gigt.

 

Afslöppun

Flestar tegundir nudda hafa afslappandi áhrif því þau eru hljóðlát og eru framkvæmd af sérfræðingum. Lymph dainage nudd getur verið einstaklega róandi og afslappandi því nuddið getur minnkað sársauka í líkamanum. The International Alliance og Healthcare tala um að takturinn, þrýstingurinn og hreyfingin á þessu nuddi virka vel saman til að minnka sársauka og stress og ýta undir almennann lífsþrótt og heilsu.

Hver tími er 30 eða 60 mínútur

Gott er að taka með sér leggings eða þunnar joggingbuxur, síðermabol og sokka til að vera í tímanum.

Hafa samband

Vinsamlega sendu okkur skilaboð hér

Ekki læsilegt? Skipta um texta. captcha txt
0