Sogæðanudd
Heilbrigður líkami er háður stöðugri losun úrgangs- og eiturefna, frumuleifa, baktería o.s.frv.
Sogæðanudd örvar þessa starfsemi og hraðar þannig hreinsun úrgangsefna úr líkamanum og vinnur gegn óæskilegri vökvasöfnun.
Sogæðanudd er einkar notalegt og felur í sér góða slökun. Það fer fram í þar til gerðum stígvélum sem fyllast af lofti og líkja eftir spennu og slökun vöðva og örva þannig bæði sogæðakerfið og blóðrásina.
Gagnsemi sogæðanudds:
-minnkar uppsöfnun vökva í líkamanum
-styrkir ónæmiskerfið
-veitir slökun og bætir svefn
-minnkar appelsínuhúð
-losar uppsöfnun eiturefna í líkamanum
-hreinsar mjólkursýru úr vöðvum
-minkar ummál
-örvar blóðrásina
– minnkar bólgur og afeitrar líkamann
– hjálpar við endurnýjun á vefum og frumum.
– sérhæfð nudd meðferð sem örvar og ýtir undir framleiðslu á sogæða-vökva og víkkun sogæða.
