ACTIVE PURENESS -Djúphreinsandi meðferð – með litun og plokkun á brúnir
27.490 kr.
Djúphreinsandi meðferð sem gefur húðinni heilbrigt og fallegt útlit, hjálpar henni að endurnýja sig og gefur aukinn ljóma. Húðin er djúphreinsuð, óhreinindi fjarlægð og sjáanlegar húðholur minnka. Meðferðin kemur jafnvægi á fituframleiðslu með virkum náttúrulegum innihaldsefnum. Húðin verður hreinni, sléttari, mýkri og fær mattara yfirbragð. Meðferðin er sérstaklega áhrifarík fyrir feita og óhreina húð og unglingabólur en hentar öllum sem vilja góða djúphreinsun. Þessi meðferð hentar vel sem undirbúningur fyrir öflugri meðferðir sem við bjóðum upp á. Meðferðinni fylgir litun og plokkun/vax á brúnir.
Umsagnir (0)
Umsagnir
Það eru engar umsagnir enn.